Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
9. nóvember 2021

Viðskiptatækifæri í Kanada - fjarfundur 25. nóvember

Viðskiptatækifæri í Kanada - fjarfundur 25. nóvember
Á fundinum verður m.a. fjallað um viðskiptaumhverfið í Kanada, einkenni markaðarins, og hvað fríverslunarsamningurinn milli Kanada og EFTA hefur upp á að bjóða.

Sendiráð Íslands í Ottawa boðar til fjarfundar fyrir íslensk fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynnast kanadíska markaðinum og fá innsýn inn í viðskiptatækifæri í Kanada. Viðburðurinn er skipulagður í samstarfi við Íslandsstofu, Kisserup International Trade Roots og aðalræðisskrifstofu Íslands í New York og fer fram fimmtudaginn 25. nóvember kl. 14-16.

Á fundinum verður m.a. fjallað um viðskiptaumhverfið í Kanada, einkenni markaðarins, og hvað fríverslunarsamningurinn milli Kanada og EFTA (European Free Trade Association) sem Ísland er aðili að, hefur upp á að bjóða. Þá verður rætt um klasasamstarf og möguleg samlegðaráhrif milli klasa á Íslandi og í Kanada.

Áhersla verður lögð á orku og grænar lausnir, hugvit, nýsköpun og tækni, listir og skapandi greinar, ferðaþjónustu, sjávarútveg, matvæli og náttúruafurðir. Nánari upplýsingar og dagskrá

Í kjölfar kynningarinnar verður fyrirtækjum sem hyggja á viðskipti á kanadíska markaðinum boðið upp á eftirfylgnifund þann 1. desember nk. í Grósku í Reykjavík, þar sem viðskiptafulltrúi Íslands í Kanada verður til viðtals.

Nánari upplýsingar veitir Per Unheim, viðskiptafulltrúi Íslands í Kanada, per.unheim@utn.is  

SKRÁ MIG Á FUNDINN


Deila