29. júní 2023
Viðskiptasendinefnd til Norður-Ameríku í september

Markmið ferðarinnar er meðal annars að skapa tækifæri fyrir íslensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi.
Íslandsstofa skipuleggur nú viðskiptasendinefnd til Vancouver og Seattle dagana 25. til 28. september 2023. Markmið ferðarinnar er að skapa tækifæri fyrir íslensk tæknifyrirtæki í sjávarútvegi og bláa hagkerfinu.
Í ferðinni verða fyrirtæki og lykilaðilar í stjórnsýslu í borgunum tveim sótt heim með það fyrir augum að mynda ný viðskiptatengsl og styrkja þau sem fyrir eru. Boðið verður upp á tengslaviðburð í hvorri borg þar sem íslensku fyrirtækin fá tækifæri til að kynna vörur sínar og lausnir.
Kostnaður á fyrirtæki ræðst af fjölda þátttakenda en verður að hámarki 300.000 kr. Athugið að ferða- og gistikostnaður er ekki innifalinn í verði.
Dagskrá verður augl ýst síðar.
Nánari upplýsingar veita Tinna Hrund Birgisdóttir, verkefnastjóri á sviði hugvits og tækni hjá Íslandsstofu, tinna@islandsstofa.is, sími 511 4000
og Hlynur Guðjónsson, sendiherra Íslands í Kanada, hlynur.gudjonsson@utn.is, sími 545 7851.