24. febrúar 2023

Vestnorden ferðakaupstefnan haldin á Íslandi í haust

Ljósmynd

Vestnorden er mikilvægur vettvangur fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin í Reykjavík dagana 17. - 19. október 2023.

Vestnorden er stærsti viðburður sem haldinn er í ferðaþjónustu á Íslandi og búast má við um 500 gestum til landsins til að taka þátt í kaupstefnunni sem fer nú fram í 39. skipti. Þar koma saman ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og kaupendur ferðaþjónustu, eða ferðaheildsalar, víðs vegar að úr heiminum. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og boðsgestir. Í tengslum við Vestnorden gefst ferðaheildsölunum auk þess kostur á að fara í kynnisferðir til landanna þriggja.

Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála, standa að Vestnorden. Löndin þrjú skipta með sér umsjón með ferðakaupstefnunni en hún er haldin annað hvert ár á Íslandi.

Íslandsstofa er framkvæmdaraðili að kaupstefnunni í ár. Á Vestnorden er lögð áhersla á ábyrga ferðahegðun og sjálfbærni og fellur því vel að áhersluatriðum íslenskrar ferðaþjónustu

Nánari upplýsingar er að finna á vef Vestnorden. Taktu daginn frá!

Vestnorden ferðakaupstefnan haldin á Íslandi í haust

Sjá allar fréttir