21. desember 2020

Tækifæri fyrir norræn fyrirtæki á útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna

Sjö íslensk fyrirtæki taka þátt í rafrænu útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir norræn fyrirtæki sem haldið verður dagana 25. og 26 í janúar nk.

Sjö íslensk fyrirtæki taka þátt í rafrænu útboðsþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir norræn fyrirtæki sem haldið verður dagana 25. og 26 í janúar nk. Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn standa að þinginu í samstarfi við stofnanir og utanríksþjónustur hinna Norðurlandanna. Á þinginu kynna á annan tug stofnana Sameinuðu þjóðanna innkaupaferla, áætlaða þörf fyrir vörur og þjónustu og eiga samtöl við fulltrúa fyrirtækja um möguleg viðskipti. Fyrirtæki sem reynslu hafa af viðskiptum við  miðla af reynslu sinni og allir þátttakendur fá svæði þar sem þeir geta kynnt vörur sínar eða þjónustu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tekur þátt í panel með ráðherrum hinna Norðurlandanna í upphafi þingsins.  
 
Sambærileg útboðsþing eru haldin nokkrum sinnum á ári en dagskráin í ár hefur eðlilega raskast mikið. Þingið í janúar verður það fyrsta sem haldið er rafrænt og greip norræni samstarfshópurinn fegins hendi það tækifæri að móta rafræna útgáfu í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar. Í aðdraganda þingsins hafa verið haldnar þrjávefkynningar til undirbúa fyrirtæki undir þátttöku og rafræn útgáfa leyfir fleirum en áður að kynna vörur og þjónustu og auðvaldar fyrirtækjum að tengjast innbyrðis til að ræða mögulegt samstarfÞingið er mikilvægur vettvangur fyrir íslensk fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum til að kynnast þeim tækifærum sem felast í viðskiptum við Sameinuðu þjóðirnar, en á síðasta ári buðu stofnanir  út vöru- og þjónustukaup fyrir tæpa 20 milljarða Bandaríkjadala.   

Nánari upplýsingar veita Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is og Stefanía K. Bjarnadóttir, stefania.bjarnadottir@utn.is  


/

Sjá allar fréttir
Frétta mynd

20. september 2022

Lauf Forks og Sidekick Health hljóta Nýsköpunarverðlaun Íslands
Frétta mynd

19. september 2022

Sendinefnd til Singapore - nýsköpun, háskólar og rannsóknir
Frétta mynd

19. september 2022

Nýsköpunarþing 2022 - Hugvitið út
Frétta mynd

16. september 2022

Verkefnastjóri fyrir innlent markaðsstarfs Grænvangs