6. febrúar 2023

Ríkisstjórnin í Grænni framtíð

Ljósmynd

Á seinasta ári komu yfir 800 gestir að sjá sýninguna Græna framtíð, meðal annars erlendar sendinefndir, fjárfestar og fulltrúar fyrirtækja sem hafa áhuga á að kynna sér íslenskt orkuhugvit og grænar lausnir. Hér kynnir ríkisstjórnin sér sýninguna.

Ríkisstjórnin hélt vinnufund sinn sl. föstudag í húsakynnum Íslandsstofu í Grósku.
Ráðherrar gerðu stutt hlé á fundinum um miðjan dag til að skoða sýninguna Græna framtíð, samstarfsverkefni Íslandsstofu og Grænvangs. Sýningin varpar ljósi á árangur og sögu Íslands við nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, segir frá markmiðum Íslands í loftslagsmálum, og veitir innblástur um þær fjölmörgu grænu lausnir og nýsköpun sem íslensk fyrirtæki hafa fram að færa erlendis. Stafræna þróun sýningarinnar annaðist Gagarín en hún var opnuð í október árið 2021 og voru fyrstu gestir hennar Friðrik krónprins af Danmörku og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson.

Á seinasta ári komu yfir 800 gestir að sjá sýninguna meðal annars erlendar sendinefndir, fjárfestar og fulltrúar fyrirtækja sem hafa áhuga á að kynna sér íslenskt orkuhugvit  og grænar lausnir.

Á meðfylgjandi myndum má sjá gestina þar sem þau kynna sér sýninguna og prófa gagnvirka eiginleika hennar.   

Íslandsstofa - Útflutningsaðstoð, landkynning, fjárfestingar

Sjá allar fréttir