Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
30. september 2021

Öflugur greinandi - afleysing

Öflugur greinandi - afleysing

Íslandsstofa leitar að öflugum sérfræðingi með brennandi áhuga á hagtölum og útflutningi, greiningum og miðlun tölulegra upplýsinga. Um er að ræða tímabundna afleysingu frá nóvember 2021 til nóvember 2022.  

Starfið heyrir undir svið viðskiptaþróunar hjá Íslandsstofu. Starfið felur meðal annars í sér greiningu, úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga ásamt þróun og framsetningu árangursmælikvarða á sviðum sem tengjast starfsemi Íslandsstofu. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Greining, úrvinnsla og framsetning upplýsinga á sviði útflutningstölfræði, erlendra fjárfestinga, ferðaþjónustu og öðrum sviðum sem tengjast starfsemi Íslandstofu.
  • Skilgreining og framsetning árangursmælikvarða sem styðja við starfsemi Íslandsstofu og útflutningsstefnu atvinnulífs og stjórnvalda.
  • Samskipti og samvinna við hagaðila varðandi tölfræðigreiningar og framsetningu upplýsinga á sviðum sem tengjast starfsemi Íslandsstofu.
  • Umsjón með gagnabönkum sem Íslandsstofa hefur aðgang að og notkun þeirra.

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði tölfræði, verkfræði eða hagfræði. Til greina kemur að ráða háskólanema sem er að ljúka meistaranámi og getur unnið með námi sínu og nýtt starfið í tengslum við lokaverkefni.

  • Haldgóð reynsla af greiningum, vinnslu tölfræðiupplýsinga og mótun árangursmælikvarða.
  • Framsetning upplýsinga í skýrslum og á vef.
  • Færni í að koma fram og halda kynningar á íslensku og ensku.
  • Framúrskarandi ensku- og íslenskukunnátta skilyrði, kunnátta í norðurlandamáli er kostur.
  • Frumkvæði, metnaður, færni í að starfa í hóp og góð samskiptahæfni.
  • Brennandi áhugi á íslensku viðskiptalífi og starfssviði Íslandsstofu.

Íslandsstofa er sjálfseignarstofnun sem stofnsett var í samstarfi atvinnulífsins og stjórnvalda og er hún samstarfsvettvangur um stefnu og aðgerðir til þess að auka útflutningstekjur og hagvöxt. Ný útflutningsstefna var mörkuð og kynnt árið 2019 og starfar Íslandsstofa eftir áherslum hennar í þágu íslenskra útflutningsgreina.

Hlutverk sviðs viðskiptaþróunar er að þróa þjónustu Íslandsstofu við allar atvinnugreinar og fyrirtæki. Viðskiptaþróun mun sinna greiningum fyrir öll svið Íslandsstofu og eiga náið samstarf við stjórnsýsluna og atvinnulífið um greiningar og undirbúning stefnumótandi verkefna.

Forstöðumaður viðskiptaþróunar er Brynhildur Georgsdóttir og veitir hún upplýsingar um starfið.

Stótt er um starfið í gegnum vefinn á www.alfred.is.

Umsóknarfrestur er til 10. október næstkomandi.

Deila