25. október 2023
Beint streymi: Nýsköpunarþing 2023 - Líf í lífvísindum

Á nýsköpunarþingi í ár verður kastljósinu beint að nýsköpunarfyrirtækjum á sviði líf- og heilbrigðisvísinda.
Nýsköpunarþing Rannís, Íslandsstofu, Hugverkastofunnar og Nýsköpunarsjóðs verður haldið á morgun kl. 13.30-15.00 í Grósku. Á Nýsköpunarþingi 2023 er þemað Líf í lífvísindum þar sem kastljósinu verður beint að nýsköpunarfyrirtækjum sem starfa á sviði líf- og heilbrigðisvísinda. Sjá dagskrá að neðan.
Líf- og heilbrigðisvísindageirinn er orðin mikilvæg stoð í íslensku efnahagslífi og hafa mörg fyrirtæki á þessu sviði vaxið hratt á undanförnum árum. Á þinginu verður m.a. varpað ljósi á efnahagslegt vægi geirans en öflug nýsköpun á þessu sviði sviði hefur leitt af sér þúsundir hátæknistarfa og milljarða í útflutningstekjur. Þá er samfélagslegt mikilvægi þessara fyrirtækja mikið og starfsemi þeirra bjargar mannslífum, bætir heilsu og eykur lífsgæði fólks um allan heim.
Hér má horfa á myndbandsupptöku frá Nýsköpunarþingi:
DAGSKRÁ 13.30-15.00
Setning
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherraBrautryðjandinn
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningarEinhyrningurinn
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis
Styttri erindi:Lilja Kjalarsdóttir, forstöðumaður rekstrar og stefnumótunar í rannsóknar- og þróunardeild Alvotech
Einar Stefánsson, stofnandi Oculis
Sæmundur Oddsson, framkvæmdastjóri lækninga og rannsókna Sidekick Health
Berglind Johansen, framkvæmdastjóri sölusviðs BIOEFFECT
Sveinbjörn Höskuldsson þróunarstjóri Nox Medical
Afhending Nýsköpunarverðlauna Íslands 2023
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Fundarstjóri er Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar
Að loknu þingi verður boðið upp á léttar veitingar.
Verið öll velkomin!