17/3/2022

Nýr forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu

Árni Alvar Arason er nýr forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu. Árni mun leiða störf sviðsins og stýra uppbyggingu útflutningsþjónustu fyrir íslensk fyrirtæki.

Árni Alvar Arason er nýr forstöðumaður fyrir svið útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu. Árni mun leiða störf sviðsins og stýra uppbyggingu útflutningsþjónustu fyrir íslensk fyrirtæki.

Árni býr yfir mikilli þekkingu á íslenskum útflutningi og hefur umtalsverða reynslu af því að koma vörum íslenskra framleiðanda á markaði í Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Hann hefur yfir 20 ára reynslu sem framkvæmdastjóri hjá Össuri hf sem er eitt öflugasta útflutningsfyrirtæki landsins. Hann var meðal annars fjármálastjóri félagsins og framkvæmdastjóri sölu, markaðsmála og viðskiptaþróunar.  Þá leiddi hann sókn fyrirtækisins á erlenda markað og var ábyrgur fyrir því að byggja upp markaði í Evrópu, Asíu og Eyjaálfu þar sem Össur hefur nú náð sterkri stöðu. Hann var framkvæmdastjóri Össurar í Asíu á árunum 2006-2018.

Frá árinu 2019 hefur hann starfað í Þýskalandi sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi, meðal annars fyrir íslensk fyrirtæki í uppbyggingarfasa.

Árni er með meistaragráðu í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Trier í Þýskalandi og er með Post graduate diploma í rafrænni stjórnun frá Hyper Island Institute í Singapore. 

Árni Alvar Arason:
„Ég er mjög spenntur fyrir því að ganga til liðs við Íslandsstofu á þessum tímapunkti. Þær áherslubreytingar sem gerðar hafa verið í starfseminni eru áhugaverðar og metnaðarfullar.  Vaxtartækifæri Íslands eru mikil á hinum ýmsu sviðum en markið er sett á aukna nýsköpun sem hefur sjálfbærni og hringrásarhagkerfið að leiðarljósi.“

Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu:
„Það er sönn ánægja að bjóða Árna Alvar velkominn til Íslandsstofu. Hann er frábær viðbót við sterkan hóp. Það eru spennandi tímar framundan við að byggja upp nýja þjónustuþætti og efla enn frekar þjónustu okkar við íslensk útflutningsfyrirtæki. Ég er sannfærður um að þekking hans og reynsla af því að sækja á erlenda markaði á eftir að verða mikill fengur í þeim efnum, bæði fyrir Íslandsstofu og íslensk útflutningsfyrirtæki.“ 


 

/

Sjá allar fréttir
Frétta mynd

13/5/2022

Samningur um Film in Iceland endurnýjaður
Frétta mynd

7/5/2022

Starf forstöðumanns Grænvangs laust til umsóknar
Frétta mynd

4/5/2022

Kynningartækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í Tívolí á 17. júní
Frétta mynd

3/5/2022

Íslensk vaxtarfyrirtæki hyggjast ráða 800 erlenda sérfræðinga

Business Iceland

Gróska

Bjargargata 1, 102 Reykjavík - 4. floor

Telephone +354 511 4000

About Business Iceland

Employees

Persónuverndarstefna

Jafnréttisstefna

Sjálfbærnistefna

Framtíðarstefna

Samstarf um verðlaun

Þjónusta

Útflutningsþjónusta

Heimstorgið

Erlendar fjárfestingar

Markaðsverkefni

Sýningar

Allur réttur áskilinn