6. nóvember 2023
Norrænt útboðsþing SÞ um innkaupatækifæri

Frábært tækifæri til að kynnast þörfum og innkaupaaðilum SÞ
Skráning er í fullum gangi á norrænt útboðsþing SÞ sem fram fer í UN City í Kaupmannahöfn dagana 14.-15. nóvember nk. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Á viðburðinum verða innkaupaþarfir fjölmargra stofnana SÞ kynntar og viðskiptatækifæri þeim tengdum. Jafnframt gefst þátttakendum færi á kynna sínar vörur, taka þátt í vinnustofum og hitta innkaupaaðila frá viðkomandi stofnunum.
Um er að ræða einstakt tækifæri til að komast nær, skilja betur innkaupaferla og þarfir einstakra stofnana SÞ auk þess að mynda tengsl fyrir framtiðar viðskipti og möguleika á aðstoð við þátttöku í útboðum.
Fyrir ítarlegri upplýsingar um viðburðinn og skráningu:
Samnorræn vefsíða um Útboðsþingið: www.nordicunps.com/
Skráning fyrir íslensk fyrirtæki: SKRÁNING
Athugið að til að skrá sig á viðburðinn þarf fyrirtækið einnig að vera skráð hjá UN Global marketplace. Leiðbeiningar um skráningu hjá UNGM
Frekari upplýsingar og aðstoð við skráningu veitir Ágúst Sigurðarson, fagstjóri útflutningsþjónustu. Netfang: agust@islandsstofa.is eða í síma 663 7323