30. janúar 2024

Norðurljós, baðlón og bein flug vekja athygli á Fitur

Ljósmynd

Líkt og undanfarin ár tók Íslandsstofa þátt á samnorrænum bás á FITUR ferðasýningunni undir merkjum Visit Iceland. Sýningin fór fram í Madrid á Spáni dagana 24. – 28. janúar. Þar tóku 15 ferðaþjónustufyrirtæki þátt fyrir hönd Íslands og kynntu vöruúrval sitt og þjónustu fyrir erlendum kaupendum. Á básnum var gestum og gangandi einnig boðið að gæða sér á hágæða íslenskum saltfiski sem fellur alltaf í afar góðan jarðveg. 

Áfangastaðurinn Ísland hefur nú fest sig í sessi á Spánarmarkaði og er einkar rómaður, sérstaða landsins þykir mikil og eftirspurn eftir upplýsingum um land og þjóð gríðarleg. Mikið var spurt um ferðir utan háannar, norðurljósin, afþreyingu og böðin okkar. Það var greinilegt að það aukna framboð af beinu flugi Icelandair og Play frá hinum ýmsu áfangastöðum á Spáni heur aukið vitund um Ísland sem eftirsóttan áfangastað. 

Árið 2023 sóttu ríflega 67.000 spænskir ferðamenn Ísland heim sem er 9,5% aukning frá árinu áður. Spánn situr nú í sjöunda sæti yfir fjölda ferðamanna eftir þjóðerni, samkvæmt mælingum Ferðamálastofu.

Á bási Íslandsstofu á Fitur 2024 tóku eftirfarandi fyrirtæki þátt: https://events.visiticeland.com/event/fitur2024

Norðurljós, baðlón og bein flug vekja athygli á Fitur

Sjá allar fréttir