4. mars 2024

Myndband til miðlunar um ferðaöryggi á Íslandi

Ljósmynd

Í kjölfar ítrekaðra jarðhræringa á Reykjanesskaga undanfarið lét Íslandsstofa framleiða myndband til notkunnar á miðlum er varða öryggi ferðalaga til Íslands. 

Undanfarna mánuði hefur endurtekin eldvirkni á svæðinu fangað athygli bæði innlendra og alþjóðlegra fjölmiðla. Lýsing fjölmiðla á þessum atburðum hefur verið mjög misjöfn að nákvæmni, sem hefur valdið áhyggjum meðal hugsanlegra ferðalanga. 

Til að gefa skýrari mynd af stöðunni leituðum við til eldfjallafræðingsins Dr. Matthew Roberts hjá Veðurstofu Íslands, til þess að skýra betur frá því hvað er að gerast á Reykjanesi og áhrifum þess á ferðaöryggi á Íslandi. 


Við hvetjum alla til þess að nota þessi myndbönd og deila þeim sem víðast á sínum miðlum. Þau eru tilbúin til notkunar á flestum formum samfélagsmiðla, klippt niður í einstakar spurningar ásamt lengri útgáfu með öllum spurningum. Hér má finna Dropbox hlekk á myndböndin

Við skiljum mikilvægi áreiðanlegra upplýsinga við skipulagningu öruggra og ánægjulegra ferða. Við munum gera okkar besta til þess að miðla upplýsingum og veita innsýn í ástandið á Reykjanesi. Við hvetjum ferðamenn til að leita sér upplýsinga um þróunina með því að heimsækja vef Veðurstofu Íslands og www.visiticeland.com. 

Efni til miðlunar varðandi ferðaöryggi á Íslandi

Sjá allar fréttir