Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
29. mars 2021

Landkynningargildi alþjóðlegra rafíþróttamóta

Landkynningargildi alþjóðlegra rafíþróttamóta
Kynningarpakki frá Íslandsstofu og RÍSÍ um verkefnin er að finna á vefnum.

Í byrjun mars var tilkynnt um að rafíþróttamótin League of Legends Mid-Season Invitational og Valorant Masters 2 færu fram í Reykjavík í maí. Af því tilefni buðu Samtök ferðaþjónustunar, Íslandsstofa og Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) til kynningarfundar á vefnum um landkynningarargildi slíkra viðburða. Fundurinn fór fram föstudaginn 26. mars.

Á fundinum sagði Hildur Björg Bæringsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, frá aðdraganda þess að Riot Games valdi að koma með ofangreind verkefni til landsins, fjallaði um stærð og umfang þeirra og landkynningargildi. Þá fjallaði Ólafur Hrafn Steinarson, formaður RÍSÍ, um það hvernig ferðaþjónustufyrirtæki geta nýtt sér þá athygli sem áfangastaðurinn fær í tengslum við mótin.

Hægt er að horfa á upptöku frá fundinum á vefnum

 


Viltu vita meira?

Kynningarpakki frá Íslandsstofu og RÍSÍ um verkefnin á vefnum

Nánari upplýsingar veita:

Hildur Björg Bæringsdóttir, verkefnastjóri, útflutningur og fjárfestingar, hildur@islandsstofa.is

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu, útflutningur og fjárfestingar, siggadogg@islandsstofa.is

Sigurður Valur Sigurðsson, verkefnastjóri, markaðssamskipti, sigurdur@islandsstofa.is

Deila