4/5/2022

Kynningartækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í Tívolí á 17. júní

Ljósmynd

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní verður í ár hluti af hátíðardagskrá Tívolís í Kaupmannahöfn sem gengur undir nafninu Tivoli Celebrates. Þjóðhátíðardaginn ber upp á föstudag, og á föstudögum er alltaf mikið um að vera í Tívolí og von á fjölda gesta. Í tilefni dagsins verður vegleg kynning á Íslandi, íslenskri menningu og hefðum, og garðurinn skreyttur í íslensku fánalitunum.

Auk skipulagðrar dagskrár býður Tívolí íslenskum fyrirtækjum að kynna sig og starfsemi sína á markaðstorgi í garðinum þennan dag frá kl. 11-19.

Verð á kynningarbás fyrir minni fyrirtæki er frá DKK 1.500 (án VSK) og fyrir stærri fyrirtæki frá DKK 5.000 (án VSK).

Allar nánari upplýsingar um bása og kynningartækifæri í Tívolí á 17. júní veitir Cristina Torlini hjá Tívolí, ctr@tivoli.dk

Á 17. júní í Tívolí verða eftirfarandi atriði:

  • Íslensku fánalitunum gerðum af prjónafólki í Danmörku og á Íslandi 

  • Íslendingakórarnir Dóttir og Hafnarbræður halda sameiginlega tónleika 

  • Textílhönnuðurinn og -listakonan Ýr Jóhannsdóttir (Ýrúrarí) verður með vinnustofu   

  • Uppistand með Villa Neto 

  • Boðið upp á Íslandsköku sem hönnuð er af íslenskum kökugerðarmeistara kaffihússins Cakenhagen 

  • Heimsókn Gunnars Karls Gíslasonar, matreiðslumeistara og eiganda Dill 

  • Moses Hightower á Plænen útisviðinu kl. 19 

  • Tina Dikow á Plænen útisviðinu kl. 22 

/

Sjá allar fréttir
Markaðsherferðin Sweatpant Boots vann til tveggja verðlauna á US EFFIE Awards verðlaunahátíðarinnar.

15/6/2022

Gull og silfur til Íslands
Frétta mynd

15/6/2022

Visit Iceland er best hannaði ferðavefur heims samkvæmt Skift
Frétta mynd

14/6/2022

Íslensk gæðamatvæli kynnt í New York
Frétta mynd

19/5/2022

Íslenski hesturinn svarar tölvupóstum ferðamanna í sumar