3. mars 2021

Jákvæðar horfur í kortum vaxtarfyrirtækja

Niðurstöður nýrrar könnunar Íslandsstofu meðal fyrirtækja á sviði nýsköpunar, hugvits og tækni gefa ástæðu til bjartsýni.

Íslensk fyrirtæki á sviði hugvits og tækni horfa fram á vöxt næstu 12 mánuði 


Niðurstöður 
nýrrar könnunar Íslandsstofu meðal fyrirtækja á sviði nýsköpunar, hugvits og tækni gefa ástæðu til bjartsýniÚtflutningstölur fyrir árið 2020 sýna að samsetning útflutningstekna hefur gjörbreyst. Þannig hefur vægi útflutningstekna á sviði hugvits og tækni aukist úr 7% í 15%. Þar með hefur fjórða stoð útflutnings í hagkerfinu litið dagsins ljós.  

Niðurstöður könnunar þar sem 110 íslensk vaxtarfyrirtæki á sviði hugvits og tækni tóku þátt: 

  • Flest fyrirtækin sjá fram á vöxt næstu 12 mánuðina. 
  • Nær öll fyrirtækin hyggjast fjölga starfsmönnum á árinu. 
  • Þrátt fyrir COVID-19 þá stóðust áætlanir meiri hluta svarenda. 
  • Almennt hefur viðskiptavinum ekki fækkað. 
  • Örlítill samdráttur var á tekjum á milli áranna 2019 og 2020 en starfsmönnum fjölgaði á sama tíma um 14%. 
  • 67% fyrirtækjanna hafa rekstrarfé miðað við óbreyttan rekstur til næstu tólf mánaða.  
  • Samanlagt hyggjast fyrirtækin sækja um 24 milljarða fjárfestingu á næstu tólf mánuðum. 
  • Fyrirtækin fjölguðu starfsfólki um 14% á síðasta ári. Það er ljóst að sá vöxtur verður mun hraðari ef fyrirtækin ná að sækja sér fyrirhugaða vaxtarfjármögnun. 
  • Ef horft er fimm ár fram í tímann, þá verður fjöldi starfa á þessu sviði kominn í um 3.500 manns miðað við áframhaldandi 14% vöxt á ári.  
  • Ef vöxtur fyrirtækjanna verður 20% á ári verður fjöldi starfa orðinn tæplega 5.000 manns 2026. Í dag starfa um 1.570 manns hjá þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í könnuninni.  
  • Helstu viðskiptavinir fyrirtækjanna eru í Bandaríkjunum, Norðurlöndunum, Þýskalandi og Frakklandi, en það eru þau markaðssvæði sem Íslandsstofa skilgreinir sem lykilmarkaði í sinni útflutningsstefnu. 
  • Aðeins 6% fyrirtækjanna hafa fjármagnað sig í gegnum bankakerfið.  
  • Vaxtarmöguleikar íslenska hagkerfisins eru miklir á þessu sviði. 

Um könnunina: 
Markmið var að fá yfirsýn um stöðu og horfur vaxtarfyrirtækja á krefjandi tímum. Könnunin var gerð 4.desember til 14. janúar. Haft var samband við forsvarsaðila 199 vaxtarfyrirtækja með tölvupósti og könnun svarað í gegnum vefgátt. Alls svöruðu 110 fyrirtæki könnuninni.  

Vaxtarfyrirtæki eru þau fyrirtæki sem er nú þegar eru komin með viðskipti erlendis og eða komin með fjármögnun til þess að sækja á erlendan markað.  

Nánari upplýsingar veitir: 
Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu, jarthrudur@islandsstofa.is 

Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um svör úr könnuninni.

Sjá allar fréttir