29. janúar 2024

Íslensk tækni í heimspressunni

Ljósmynd

Hér heimsækir hópurinn Höfuðstöðina

Í nóvember stóð Íslandsstofa, fyrir hönd Reykjavík Science City (RSC), fyrir ferð erlendra blaðamanna hingað til lands. RSC, sem er samstarfsverkefni Íslandsstofu, Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Landspítalans og Vísindagarða, hefur það að markmiði að kynna vísindaþorpið í Vatnsmýri, Reykjavík og Ísland allt, sem eftirsótta og leiðandi staðsetningu til nýsköpunar og tækniþróunar.

Undanfarin ár hefur RSC staðið að baki fjölbreyttum verkefnum og tekið á móti fjölmörgum erlendum blaðamönnum en að þessu sinni var blaðamannaferðin skipulögð í tilefni af klasaráðstefnunni TCI Global Conference 2023, sem haldin var í Reykjavík. Fengu hinir erlendu blaðamenn tækifæri til að taka þátt í ráðstefnunni en auk þess voru skipulagðar ýmsar kynningar og fjöldi funda á milli blaðamanna og fulltrúa íslenskra nýsköpunar- og tæknifyrirtækja. Þá fékk hið erlenda fjölmiðlafólk að sjálfsögðu tækifæri til að kynnast broti af því besta sem Ísland hefur upp á að bjóða í mat og afþreyingu auk þess að fræðast um sögu lands og þjóðar. Sérstök áherslu var lögð á jafnrétti en hópurinn fór meðal annars í kvennasögugöngu, átti fund með kvenfjárfestum og var viðstaddur verðlaunaafhendingu Nordic Women in Tech Awards.

rich text image

Úr kvennagöngu í Reykjavík undir leiðsögn Kristínar Svövu Tómasdóttur, sagnfræðings og ljóðskálds

Þátttakendur voru fjölmiðlafólk sem starfar fyrir miðla á borð við Business Insider, Fintechly, Femtech World, Health Tech World, Provoke FM, Diginomica og Forbes. Að undanförnu hafa þessir miðlar svo birt vandaða umfjöllun um íslenska frumkvöðla og fyrirtæki, eins og neðangreind dæmi sýna.

Íslensk tækni í heimspressunni

Sjá allar fréttir