14. nóvember 2022

Hágæða matvæli frá Íslandi kynnt á Nordic-US Food Summit

Ljósmynd

Í byrjun nóvember fór Íslandsstofa með þremur íslenskum fyrirtækjum á fjárfestaráðstefnuna Nordic-US Food Summit. Ráðstefnan er skipulögð af Business Sweeden í samstarfi við UC Davis og UC Berkeley, en Björn Öste meðstofnandi Oatly var einn af drifkröftunum á bak við viðburðinn.

Alls tóku 11 noræn fyrirtæki þátt í viðburðinum og þar af voru þrjú íslensk fyrirtæki. Þetta voru Responsible foods sem framleiðir hágæða snarl undir vörumerkinu Næra úr íslensku hráefni með nýstárlegri tækni, Bygg foods sem er fyrirtæki sem býr til byggmjólk úr byggi sem notað hefur verið við bjórframleiðslu, og Geosilica sem framleiðir náttúrulegan kísil úr jarðhitavatni. Öll fyrirtækin voru með stutta kynningu fyrir fjárfesta og aðra áhugasama sem komu á viðburðinn.

Ráðstefnan varði alls fjóra daga og á þeim tíma var áhersla lögð á að tengja fyrirtækin við hugsanlega samstarfsaðila og fjárfesta. Hún var nú haldin í fyrsta sinn í 'eigin persónu' og var dagskráin full af heimsóknum til áhugaverðra fyrirtækja á borð við MISTA, Kitchentown, Agtech og í háskólana UC Davis og UC Berkeley sem endaði með tveggja daga ráðstefnu í norænu miðstöðinni í UC Berkeley.

/

Sjá allar fréttir

Frétta mynd

6. febrúar 2023

Ríkisstjórnin í Grænni framtíð

Frétta mynd

24. janúar 2023

Sérstaða Íslands þykir eftirsóknarverð á Spáni

Frétta mynd

6. janúar 2023

Nýtir þú þarfasta þjóninn?

Frétta mynd

28. desember 2022

Ísland hafði betur gegn verslanakeðjunni Iceland