2. nóvember 2023

Íslensk ferðaþjónusta sækir fram í Asíu

Ljósmynd

Frá sýningunni ITB Asia sem haldin var 25. - 27 október í Singapore

Íslandsstofa skipulagði tvo viðburði í ferðaþjónustu í Asíu í október mánuði. Annarsvegar vinnustofu sem fór fram í Bangkok þann 24. október og fulltrúar yfir 30 fyrirtækja á svæðinu sóttu. Hinsvegar stóð Íslandsstofa fyrir þjóðarbás á ferðasýningunni ITB Asia í Singapore dagana 25. -27. október. Ísland hefur verið með bás á sýningunni frá árinu 2017 og hefur áhugi á Íslandi farið stig vaxandi ár frá ári. 

Tíu fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku þátt í ferðinni. Það voru Grayline-RSS, Reykjavík Sailors, Terra Nova, Gj Travel, Arctic Adventures, Bus Travel, Icelandia, Nonni Travel og Icelandair, auk þess sem fulltrúar Illulisat á Grænlandi slógust í för með hópnum.

Nú þegar ferðalög eru að færast í samt lag eftir heimsfaraldur er greinilegt að hugur margra stendur til ferðalaga á fjarlægar slóðir og í tilfelli Asíubúa þá sækja þeir ekki síst til Ísland. Búast má við mikilli aukningu í fjölda gesta frá þessum heimshluta næstu árin, sértaklega yfir vetrartímann þar sem Norðurljósin eru eitt helsta aðdráttaraflið.

Hér að neðan má sjá myndir frá vinnustofunni í Bangkok

Íslensk ferðaþjónusta sækir fram í Asíu

Sjá allar fréttir