Gróska, Vatnsmýri 1
511 4000
104 Reykjavík
info@islandsstofa.is
18. nóvember 2022
Íslensk ferðaþjónusta kynnt á vinnustofum fimm landa

Tíu íslensk fyrirtæki og tvær markaðsstofur tóku þátt í vinnustofum í Amsterdam og Brussel
Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofu fimm landa, í samstarfi við Visit Finland, Visit Faroe Islands, Visit Greenland og Visit Estonia. Vinnustofurnar fóru fram 16. og 17. nóvember í borgunum Amsteram og Brussel og tóku um fjörutíu ferðaþjónustuaðilar frá löndunum fimm þátt.
Með Íslandsstofu í för voru tíu íslensk fyrirtæki og tvær markaðsstofur: Activity Iceland, GJ Travel, Go North, Holiday Tours Iceland, Icelandair, Iceland Travel, ICELANDIA, Snæland Grímsson, Special Tours og Terra Nova, ásamt markaðsstofum Norður- og Suðurlands. Þetta er annað árið í röð sem þessar vinnustofur fara fram og nýttu fulltrúar íslensku fyrirtækjanna tækifærið til að efla viðskiptasambönd og kynna vörur sínar og þjónustu á þessum mörkuðum.
Íslandsstofa sækir árlega á þriðja tug viðburða erlendis á sviði ferðaþjónustu. Sjá yfirlit yfir þær vinnustofur og sýningar sem fyrirhugað er að taka þátt í á komandi ári.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá vinnustofum fimm landa



