22. nóvember 2022

Ísland sækir COP27 loftslagsráðstefnuna

Ljósmynd

Íslensk nýsköpun á sviði loftslagsmála var áberandi í hópi íslensku fyrirtækjanna sem sóttu COP27 í ár

Fulltrúar Grænvangs sóttu í byrjun nóvember loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP27 í Sharm El-Sheikh í Egyptalandi. Með í för voru 14 aðilar úr íslensku atvinnulífi. Í ár var íslensk nýsköpun á sviði loftslagsmála áberandi í hópnum en meðal þátttakenda voru Atmonia, Carbfix, International Carbon Registry, Landsvirkjun, Landvernd, Running Tide, Samtök iðnaðarins og Transition Labs.

Ísland og Síle leiddu alþjóðlegt átak til að vernda jökla og önnur frosin landsvæði jarðar með skilvirkum loftslagsaðgerðum. Ungir umhverfissinnar kölluðu eftir því að flýta aðgerðum, sérstaklega að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og að ráðamenn myndu taka ákvarðanir byggðar á vísindarannsóknum.

Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir og leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld til að vinna að sameiginlegu markmiði um kolefnishlutlaust Ísland 2040. Auk þess kynnir Grænvangur íslenskar grænar lausnir erlendis í samstarfi við Íslandsstofu undir merkjum Green by Iceland. Nánar

Loftslagsráðstefnan COP er 27. aðildarríkjafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum mætast þjóðarleiðtogar þeirra 198 þjóða sem skrifað hafa undir samninginn og setja sér markmið um hvernig standa skal vörð um framtíð jarðarinnar. Auk þeirra taka þátt í samtalinu embættismenn, sérfræðingar, loftslagshópar og aðgerðasinnar á sviði loftslagsmála.   

Ísland sækir COP27 loftslagsráðstefnuna

Sjá allar fréttir