13. nóvember 2021

Ísland kynnir Íslandsveruleikann

Inspired by Iceland hefur gefið út nýtt myndband fyrir áfangastaðinn Ísland.

Inspired by Iceland hefur sent frá sér myndband fyrir áfangastaðinn Ísland. Myndbandið kynnir til sögunnar Íslandsveruleikann (e. Icelandverse), sem er fullkominn andstæða við þann sýndarveruleika sem stórfyrirtæki í upplýsingatækni hafa verið að mót a undanfarið.

Íslandsveruleikinn er fullmótuð og gagnvirk þjónusta sem hefur verið í þróun í milljónir ára. Þar má finna eldfjöll, fossa, og norðurljós ásamt ýmsum öðrum náttúrulegum fyrirbrigðum sem eru ótrúlegri en nokkur eftirlíking í tölvuheimum. Íslandsveruleikinn er jafnframt frábær staður til þess að eyða tíma með vinum og kynnast nýju fólki í raunheimum.

Það er Jörundur Ragnarsson leikari sem kynnir kynnir þessa nýju þjónustu sem boðið verður upp á hér á Íslandi um ókomna tíð. Leikstjóri er Allan Sigurðsson. Myndbandið er unnið í samstarfi við Peel auglýsingastofu og M&C Saatchi. 

Sjá allar fréttir