29. september 2022

Grænar lausnir í brennidepli á loftslagsráðstefnu í Washington

Ljósmynd

rich text image

Grænar lausnir í brennidepli á loftslagsráðstefnu í Washington


Miðvikudaginn 21. september fór fram ráðstefnan Our Climate Future – U.S. – Iceland Clean Energy Summit í Washington. Green by Iceland og sendiráð Íslands í Washington stóðu fyrir ráðstefnunni ásamt hugveitunni Atlantic Council Global Energy Center. Í brennidepli voru grænar lausnir sem geta nýst í baráttunni gegn loftslagsvánni á heimsvísu, sérstök áhersla var lögð á mikilvægi alþjóðlegs samstarfs, nýtingu jarðvarma og nýsköpun á sviði kolefnisbindingar, nýtingar og förgunar. Íslendingar standa öðrum þjóðum framar á þessum sviðum og mikill áhugi var af hálfu Bandaríkjamanna að læra meira um slíkar lausnir.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tóku báðar þátt í ráðstefnunni ásamt lykilaðilum á sviði orkumála og grænna lausna á Íslandi og frá Bandaríkjunum. Meðal þátttakenda frá Íslandi voru fulltrúar Orkustofnunar, Landsvirkjunar, Orku náttúrunnar, HS Orku, Carbfix, Carbon Recyling International og Running Tide. Bandarískir þátttakendur voru m.a. fulltrúar orkumálaráðuneytis, varnarmálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis, Bandaríkjaþings, Microsoft, Black Rock, Alþjóðabankans, orkufyrirtækja og hugveitna.

Óhætt er að segja að ráðstefnan hafi tekist vel í alla staði. Um 130 manns mættu í persónu og tæplega 4.000 manns hafa horft á streymið auk þess sem yfir 14.000 hafa horft á myndbandsklippur frá viðburðinum á samfélagsmiðlum. Hér má nálgast streymi frá viðburðinum: Our climate future: US-Iceland clean energy summit - Atlantic Council

/

Sjá allar fréttir
Frétta mynd

25. nóvember 2022

Auglýst eftir þátttakendum í gagnvirkt innkaupakerfi
Frétta mynd

24. nóvember 2022

Kraumandi sköpunarkraftur á SLUSH í Helsinki
Frétta mynd

16. nóvember 2022

Ísland sendir auglýsingaskilti út í geim
Frétta mynd

14. nóvember 2022

Hágæða matvæli frá Íslandi kynnt á Nordic-US Food Summit