9. mars 2023

Brennur þú fyrir loftslagsmálum og öflugu samstarfi?

Ljósmynd

Verkefnastjóri mun m.a. vinna að erlendu markaðsstarfi Green by Iceland og innlendum verkefnum sem hvetja til framþróunar og losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi

Við leitum að verkefnastjóra hjá Grænvangi

Grænvangur, samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum leitar að öflugum verkefnastjóra. Verkefnastjóri mun vinna að erlendu markaðsstarfi Green by Iceland og innlendum verkefnum sem hvetja til framþróunar og efla samstarf við að daga úr losun gróðurhúsalofttegunda og styðja við markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.

Við leitum að einstaklingi sem býr yfir mikilli samskiptafærni, hæfni í faglegri nálgun á samvinnu við hagaðila og reynslu af stjórnun viðskipta- og almannatengsla úr fjölbreyttu starfsumhverfi. Æskilegt er að viðkomandi þekki vel til helstu þátta árangursríkrar verkefnastýringar og sé með reynslu af viðburðastjórnun, sem og greinaskrifum og samskiptum við fjölmiða.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Mótun, skipulagning, undirbúningur og framkvæmd verkefna innan Grænvangs

  • Viðhalda góðum viðskiptatengslum við bakland Grænvangs og samstarfsaðila

  • Taka þátt í að móta erlent markaðsstarf Green by Iceland í nánu samstarfi við fagstjóra Islandsstofu

  • Undirbúningur viðburða og sýninga sem og framkvæmd þeirra

  • Almannatengsl, mótun skilaboða, greinaskrif og samskipti við fjölmiðla

  • Gerð markaðs- og kynningarefnis og sjá um útgáfu fréttabréfs og utanumhald samfélagsmiðla

  • Mótttaka gesta í Græna framtíð og þátttaka í öðrum viðburðum tengdum starfi Grænvangs

Hægt er að sækja um starfið til 19. mars nk.

Nánari upplýsingar og umsókn er að finna á vef Alfreð.is

Við leitum að verkefnastjóra hjá Grænvangi

Sjá allar fréttir