25. apríl 2023

Árangursríkt markaðsstarf Saman í sókn verkefnisins

Ljósmynd

Íslandsstofa hefur gefið út stutt myndband sem tekur saman helstu aðgerðir Saman í sókn frá árinu 2020 til dagsins í dag.

Frá 2020 hefur Íslandsstofa rekið markaðsverkefnið Saman í sókn fyrir íslenska ferðaþjónustu. Nýlega var tilkynnt að verkefnið hefði unnið þrenn verðlaun á hinni virtu US Effie verðlaunahátíð fyrir árangursríkt markaðsstarf. Það eru níundu Effie verðlaunin sem þetta verkefni fær. 

En verðlaun eru bara lítill hluti sögunnar. Sú ákvörðun að verja fé til markaðssetningar í ferðaþjónustu á meðan á heimsfaraldri stóð hefur sannarlega reynst heilladrjúg. Íslensk ferðaþjónusta hefur náð sér hraðar á strik en víðast hvar og áhugi á að ferðast til Íslands hefur aldrei mælst meiri.

Hér að neðan má sjá stutt myndband sem tekur saman helstu aðgerðir sem verkefnið hefur staðið fyrir á þessum tíma.


Saman í sókn er markaðs- og kynningarverkefni fyrir áfangastaðinn Ísland á völdum erlendum mörkuðum í því skyni að styrkja ímynd Íslands, auka eftirspurn og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu. Framkvæmd verkefnisins er í höndum Íslandsstofu.  

Íslandsstofa - Útflutningsaðstoð, landkynning, fjárfestingar

Sjá allar fréttir