9. nóvember 2023

Árangur í fyrirtækjarekstri á Bandaríkjamarkaði

Ljósmynd

 Skatta- og rekstrartengd málefni fyrir fyrirtæki með starfsemi í eða sem stefna á Bandaríkjamarkað


Íslandsstofa ásamt Business Sweden og fleiri samstarfsaðilum stendur fyrir fundaröð um mikilvæg atriði tengd því að hafa starfsemi í Bandaríkjunum. Fundirnir fara fram á vefnum.

Á meðal atriða sem verða rædd eru til að mynda skattkerfið og skattatengd mál, tolla- og innflutningsreglur, stofnun fyrirtækis og ýmis lagaleg atriði, staðsetning reksturs sem og ráðningar og starfsmannamál.

Boðið verður upp á fjóra vef-fundi sem eru klukkustund á lengd þar sem sérfræðingar á sínu sviði verða með kynningar og sitja fyrir svörum. Lögð er áhersla á að ræða praktísk mál sem skipta fyrirtækin máli í daglegum rekstri og viðkomandi aðilar hafa reynslu í að aðstoða þau með.

Fundirnir verða haldnir frá 14. nóvember til 13. desember, kl. 14.00 að íslenskum tíma.

• US Tax System with David Hogg, Steward Ingram & Cooper PLLC (14. nóv)

• US Entity Set Up with Thomas Soseman, Soseman Law Firm, P.C. (29. nóv)

• US Trade Compliance with The Scarbrough Group (6. des)

• US HR Best Practices with Mike Paull, Klein, Paull, Holleb, & Jacobs Ltd.(13. des)

Fyrir ítarlegri upplýsingar og skráningu:

US Operational Excellence Webinar Series (invitepeople.com)

Nánari upplýsingar veitir Ágúst Sigurðarson, fagstjóri útflutningsþjónustu, agust@islandsstofa.is

SKRÁ ÁHUGA

Árangur í fyrirtækjarekstri á Bandaríkjamarkaði

Sjá allar fréttir