31. október 2022

Gagnaver rædd á alþjóðlegri ráðstefnu í Grósku

Ljósmynd

Fjallað var um hinar ýmsu hliðar gagnaversiðnaðarins á ráðstefnunni Datacenter Forum.

Alþjóðleg ráðstefna um gagnaver, Datacenter Forum, var haldin í Grósku þann 25. október í  samstarfi Samtaka iðnaðarins, Samtaka gagnavera og Íslandsstofu. Var þetta  í fyrsta sinn sem ráðstefnan fór fram á Íslandi og mættu yfir 200 gestir. Ráðstefnan þótti takast vel og standa vonir til að hún verði framvegis árlegur viðburður á Íslandi.

Á dagskrá voru m.a. pallborðsumræður sem báru heitið The Data Center Ecosystem in Iceland Energy, connectivity, sustainability & community og umræðurnar Data Centers by Iceland: A Closer Look at Three Industry Leaders þar sem innlendir fagaðilar komu fram og ræddu umhverfið og tækifæri á Íslandi. Þá voru erlendir fyrirlesarar með fjölbreytt erindi um hinar ýmsu hliðar gagnaversiðnaðarins.

Gagnaver á Íslandi sameinuðust á bás undir vörumerkinu Data Centers by Iceland, í samstarfi við Íslandsstofu. Verkefnið Data Centers by Iceland kynnir Ísland sem einn besta staðsetningarkost í heimi fyrir gagnaver, byggt á úttektar- og greiningarvinnu innlendra sem erlendra ráðgjafastofa. Verkefnið er unnið í samstarfi Íslandsstofu og Samtaka gagnavera á Íslandi. Sjá einnig vef Data Centers by Iceland

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.

Sjá allar fréttir