28. apríl 2023

Ársfundur Meet in Reykjavík 2023

Ljósmynd

Árs- og afmælisfundur Meet in Reykjavík – Iceland Convention Bureau var haldinn 27. apríl síðastliðinn í Grósku. Vel var mætt á viðburðinn en þar var fjallað um sögu og árangur verkefnisins síðasta áratug, gestgjafar voru heiðraðir og farið var stuttlega yfir bráðabirgða niðurstöður skýrslu sem KPMG framkvæmdi fyrir Meet in Reykjavík um umfang viðskiptaferðaþjónustu á Íslandi árið 2022.  

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru mjög áhugaverðar. Þar kemur fram að hver ráðstefnugestur er 2,1 sinnum verðmætari en meðal ferðamaður og hvataferðamenn 2,7 sinnum verðmætari. Heildartekjur viðskiptaferðaþjónustu á Íslandi árið 2022 eru áætlaðar 30 milljarðar sem gera 7,3% af heildartekjum ferðaþjónstunnar. Skýrslan er gott innlegg inn í umræðu um virði og mikilvægi viðskipaferðaþjónustu og munum við fjalla betur um skýrsluna síðar. 

Þrír ráðstefnugestgjafar voru heiðraðir og að þeim meðtöldum hafa þá tuttugu og tveir gestgjafar verið heiðraðir fyrir alþjóðlegt ráðstefnuhald frá árinu 2013. Nýir heiðursgestgjafar árið 2023 eru Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, Bjarni Pálsson og Hildigunnur H. Thorsteinsson.


Sjá einnig:

Hvernig er að reka fyrirtæki í MICE ferðaþjónustu árið 2023?

MICE ferðaþjónusta á Íslandi 2012-2022

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.

Ársfundur Meet in Reykjavik

Sjá allar fréttir