14. janúar 2022

Vinnustofur í St. Pétursborg og Moskvu í apríl 2022 - áhugakönnun

Íslandsstofa hyggst skipuleggja vinnustofur í ferðaþjónustu í St. Pétursborg og Moskvu dagana 7.- 8. apríl, ef næg þátttaka fæst.

Íslandsstofa hyggst skipuleggja vinnustofur í ferðaþjónustu í St. Pétursborg og Moskvu dagana 7.- 8. apríl, ef næg þátttaka fæst.

Þetta er tilvalið tækifæri til að koma á viðskiptasamböndum við ferðasöluaðila í Rússlandi. Vinnustofurnar verða með hefðbundnu sniði, en leitast verður við að bjóða sérstaklega fyrirtækjum sem bjóða upp á fágætisferðaþjónustu (lúxus). 

Nauðsynlegt er að fá vísbendingu um áhuga fyrirtækja svo hægt sé að áætla kostnað o.fl. Áhugasamir eru því vinsamlega beðnir um að senda tölvupóst þess efnis á Þorleif Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is, fyrir 21. janúar nk.

Athugið að ekki er um að ræða skuldbindandi skráningu og eins eru dagsetningar sveigjanlegar ef breyta þarf vegna sóttvarnarmála. 


Sjá allar fréttir