Dagsetning:

12. nóvember 2024

Vinnustofur í Portúgal og á Spáni

Ljósmynd

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Portúgal og á Spáni dagana 12. - 14. nóvember 2024. Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum.
Fyrirkomulag: 

  • 12. nóvember - Lissabon

  • 13. nóvember - Madríd

  • 14. nóvember - Barcelona

Verð:
Hvert fyrirtæki getur sent tvo starfsmenn. Verð fyrir vinnustofurnar fer eftir fjölda skráðra fyrirtækja og eru eftirfarandi:

  • Fyrir 8 fyrirtæki er verðið að hámarki 275.000 kr. pr. vinnustofu

  • Fyrir 10 fyrirtæki er verðið að hámarki 220.000 kr. pr vinnustofu

  • Fyrir 12 fyrirtæki er verðið að hámarki 182.000 kr. pr. vinnustofu

Innifalið í þátttökugjaldi er:

  • Fundarborð

  • Upplýsingar um portúgalska og spænska ferðaþjónustuaðila sem skrá sig til þátttöku í vinnustofunum

  • Veitingar á meðan vinnustofum stendur

Athugið að þátttakendur sjá sjálf um að bóka flug og gistingu, sá kostnaður er ekki innifalinn í verði vinnustofanna. 

Skráning:

Skráningarfrestur er til 16. september.

Nánari upplýsingar veitir Þórdís Pétursdóttir, thordisp@islandsstofa.is 

Sjá allar fréttir