Dagsetning:

16. maí 2023

Vinnustofur í Bandaríkunum

San Diego - Vancouver - Portland

Ljósmynd

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 16.- 18. maí 2023. Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum. 

Vesturströnd Bandaríkjanna varð fyrir valinu í þetta skiptið og er áhersla lögð á að heimsækja borgir þar sem íbúar þekkja ævintýraferðamennsku og útivist og falla þannig undir þá markhópa sem við sækjumst eftir. Einnig var litið til fjölda skráðra ferðaheildsala og endursöluaðila á svæðunum. 

Skipulag er eftirfarandi:

  • 16. maí - San Diego

  • 17. maí - Vancouver

  • 18. maí - Portland

Frekari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir oddny@islandsstofa.is

Íslandsstofa - Útflutningsaðstoð, landkynning, fjárfestingar

Sjá allar fréttir