Dagsetning:

21. maí 2024

Vinnustofur í Bandaríkjunum

Ljósmynd

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 21.- 23. maí 2024. Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum. 

Við val á borgum var m.a. litið til fjölda skráðra ferðaheildsala og endursöluaðila á svæðunum. 

Fyrirkomulag:

  • 21. maí - Austin

  • 22. maí - Atlanta

  • 23. maí - Boston

Fundir verða bókaðir fyrir fram í gegnum Converve fundarbókunarkerfið.

Verð:

Verð fyrir vinnustofurnar fer eftir fjölda skráðra fyrirtækja og eru eftirfarandi:

  • Fyrir 8 fyrirtæki: ISK 830.000.-

  • Fyrir 10 fyrirtæki: ISK 665.000.-

  • Fyrir 12 fyrirtæki: ISK 550.000.-

Innifalið í þátttökugjaldi er:

  • Fundarborð

  • Upplýsingar um markaðinn

  • Veitingar á meðan vinnustofum stendur

Athugið að þátttakendur sjá sjálfir um að bóka flug og gistingu og að sá kostnaður er ekki innifalinn í verði vinnustofunnar.

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is

Vinnustofur í Bandaríkjunum

Sjá allar fréttir