Dagsetning:

16. nóvember 2022

Vinnustofur fimm landa í Hollandi og Belgíu - skráning

Tækifæri í ferðaþjónustu

Ljósmynd

Íslandsstofa, ásamt Visit Faroe Islands, Visit Greenland, Visit Finland og Visit Estonia, stendur fyrir vinnustofum í Hollandi og Belgíu dagana 16. og 17. nóvember 2022. Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum.

Fundir verða bókaðir fyrirfram í gegnum EventTouch fundarbókunarkerfið. 

Verð:
Verð pr. vinnustofu er að hámarki 150.000 kr. á fyrirtæki og getur hvert fyrirtæki sent tvo starfsmenn. 

Innifalið í þátttökugjaldi er:

  • Fundarborð

  • Upplýsingar um hollenska og belgíska ferðaþjónustuaðila sem skrá sig til þátttöku í vinnustofunum

  • Veitingar á meðan vinnustofum stendur

Athugið að þátttakendur sjá sjálfir um að bóka flug og gistingu og að sá kostnaður er ekki innifalinn í verði vinnustofunnar. 

Nánari upplýsingar veitir Karen Möller Sívertsen, karen@islandsstofa.is

Sjá allar fréttir