Dagsetning:
4. október 2022
Vinnustofur á Spáni
Tækifæri í ferðaþjónustu

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum á Spáni dagana 4. - 6. október 2022. Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum.
Fyrirkomulag:
4. október - Valencia
5. október - Madríd
6. október - Barcelona
Verð:
Verð fyrir þátttöku pr. vinnustofu er að hámarki 150.000 kr. á fyrirtæki og getur hvert fyrirtæki sent tvo starfsmenn. Þau fyrirtæki sem taka þátt í öllum þremur vinnustofunum hafa forgang.
Innifalið í þátttökugjaldi er:
Fundarborð
Upplýsingar um spænska ferðaþjónustuaðila sem skrá sig til þátttöku í vinnustofunum
Veitingar á meðan vinnustofum stendur
Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði. Gert er ráð fyrir að hópurinn gisti og ferðist saman.
Skráning á vinnustofurnar er opin til 12. ágúst. Áhugasamir eru beðnir að fylla út meðfylgjandi skr áningareyðublað.
Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is