Dagsetning:
28. febrúar 2023
Vinnustofur á Norðurlöndunum
Osló - Stokkhólmur - Kaupmannahöfn

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofum á Norðurlöndunum dagana 28. febrúar - 2. mars 2023, í samvinnu við Visit Greenland og Visit Faroe Islands. Á vinnustofunum gefst fyrirtækjum tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ferðaþjónustuaðila á staðnum.
Fjöldi söluaðila er takmarkaður við 10 fyrirtæki frá hverju landi. Gert er ráð fyrir að hópurinn gisti og ferðist saman. Vinnustofurnar verða haldnar í þessum þremur borgum:
28. febrúar - Osló
1. mars - Stokkhólmur
2. mars - Kaupmannahöfn
Verð:
Verð fyrir þátttöku er að hámarki 5.000 DKK á fyrirtæki fyrir allar vinnustofurnar og getur hvert fyrirtæki sent tvo starfsmenn.
Innifalið í þátttökugjaldi er:
Fundarborð
Upplýsingar um ferðaþjónustuaðila sem skrá sig til þátttöku
Veitingar á meðan vinnustofum stendur
Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.
Skráning:
Áhugasamir um þátttöku eru beðnir um að fylla út skráningarformið hér að neðan fyrir 25. janúar nk. Athugið að skráning er bindandi.
Nánari upplýsingar veitir Þorleifur Þór Jónsson, thorleifur@islandsstofa.is