Dagsetning:
17. febrúar 2023
Vinnustofa í París í september - áhugakönnun
Viltu koma með?

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja í ferðaþjónustu á þátttöku í vinnustofuferð til Parísar 21. september nk. Þetta er tilvalið tækifæri til að koma á viðskiptasamböndum við ferðasöluaðila í Frakklandi þar sem ekki er gert ráð fyrir þjóðarbás á Top Resa í ár.
Vinnustofan í París er aðeins skipulögð af Íslandsstofu, en ekki í samstarfi við hin Norðurlöndin líkt og vinnustofan í mars. Einnig vekjum við athygli á að daginn áður, þann 20. september, verður vinnustofa í Frankfurt í Þýskalandi og því tilvalið að nýta ferðina og sækja báðar vinnustofurnar.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Þórdísi Pétursdóttur, thordisp@islandsstofa.is, eða í síma 511 4000 fyrir 17. febrúar nk.
Athugið að ekki er um skuldbindandi skráningu að ræða, einungis áhugakönnun