Dagsetning:

7. febrúar 2023

Vinnustofa fimm landa í London

Ljósmynd

Íslandsstofa vekur athygli á að opnað hefur verið fyrir skráningar á hina árlegu fimm landa vinnustofu í London sem fer fram 7. febrúar 2023. Vinnustofan er haldin í samstarfi við Visit Finland, Visit Estonia, Visit Faroe Islands og Visit Greenland. Þar gefst gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við breska ferðaþjónustuaðila.

Verð fyrir þátttöku:

Kostnaður við þátttökuna er að hámarki 150.000 krónur á fyrirtæki fyrir 1-2 starfsmenn.

Innifalið í þátttökugjaldi er:

  • Fundarborð

  • Aðgangur að fundarbókunarkerfi vinnustofanna

  • Veitingar á meðan vinnustofu stendur 

Athugið að þátttakendur sjá sjálfir um að bóka flug og gistingu og er sá kostnaður ekki innifalinn í verði vinnustofunnar. 

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is 

Sjá allar fréttir