Dagsetning:

8. september 2022

Viðskiptasendinefnd til Kanada

Tækni í sjávarútvegi

Ljósmynd

Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Kanada skipuleggja nú viðskiptasendinefnd til Halifax og St. John, 8. og 9. september 2022. Ferðinn er skipulögð með áherslu á að skapa tækifæri fyrir tæknifyrirtæki í sjávarútvegi á Kanadamarkaði. 

Markmið heimsóknarinnar er að hitta fyrirtæki og stjórnvöld með það fyrir augum að mynda ný viðskiptatengsl, styrkja þau sem fyrir eru og kynna vörur og þjónustu íslenskra sjávartæknifyrirtækja. Kostnaður per fyrirtæki ræðst af fjölda þáttakenda en verður að hámarki 250.000 kr. Dagskrá verður auglýst síðar.

Nánari upplýsingar veitir Hlynur Guðjónsson, sendiherra Íslands í Kanada, hlynur.gudjonsson@utn.is, sími 545 7851.

Kanada

Viðskiptasendinefnd

Viðskiptasendinefnd til Kanada

Sjá allar fréttir