21. nóvember 2021

Viðskiptafulltrúi Íslands í Kanada til viðtals

Per Unheim, viðskiptafulltrúi Íslands í Kanada, verður til viðtals fimmtudaginn 25. nóvember um viðskiptamál og menningartengd verkefni í Kanada, og önnur hagsmunamál þar sem sendiráðið getur orðið að liði.

Per Unheim, viðskiptafulltrúi Íslands í Kanada, verður til viðtals miðvikudaginn 1. desember um viðskiptamál og menningartengd verkefni í Kanada, og önnur hagsmunamál þar sem sendiráðið getur orðið að liði. Auk Kanada eru Bólivía, Kosta Ríka, Kólumbía, Hondúras, Panama og Venesúela í umdæmi sendiráðsins.

Fundirnir fara fram í húsakynnum Íslandsstofu í Grósku, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Einnig stendur til boða að hafa viðtalið í gegnum Teams eða í síma.

Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður Davíðsdóttir (adalheidur@islandsstofa.is).

BÓKA VIÐTAL


Sjá allar fréttir