Dagsetning:

15. janúar 2024

Viðskiptadagur Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins í München

Viðskipti og handbolti

Borgin München séð úr lofti

Þátttakendur geta sameinað viðskipti og handbolta dagana 15. og 16. janúar 2024 í München.

Þýsk-íslenska viðskiptaráðið mun standa fyrir viðskiptadegi í München mánudaginn 15. janúar 2024. Á dagskrá ferðarinnar eru heimsóknir í áhugaverð fyrirtæki, m.a. BMW og Frischeparadies, auk þess sem þátttakendur munu fá kynningu á stöðu efnahagsmála í Þýskalandi og heyra reynslusögur íslenskra fyrirtækja sem hafa haslað sér völl í München.

Um er að ræða frábært tækifæri til að kynnast þessum mikilvæga markaði sem telur um 83 milljónir neytenda. Þá er dagsetningin valin með EM í handbolta í huga og gefst þátttakendum kostur á að kaupa VIP miða á leik Íslands og Ungverjalands sem fram fer að kvöldi þriðjudagsins 16. janúar.

Þátttökugjald er sem hér segir:

  • 70.000 kr. fyrir þátttöku í viðskiptadeginum 15. janúar án miða á leik Íslands og Ungverjalands (innifalið: hádegisverður, kvöldverður, akstur sem tekur mið af dagskránni)

eða

  • 120.000 kr. fyrir þátttöku í viðskiptadeginum 15. janúar með VIP miða á leik Íslands og Ungverjalands 16. janúar (innifalið: hádegisverður, kvöldverður, akstur sem tekur mið af dagskránni og VIP miði)

Athugið að viðskiptadagurinn er fyrir félaga í Þýsk-íslenska viðskiptaráðinu en hægt er gerast félagi á vef ráðsins.

SKRÁ MIG Í FERÐINA

Viðskiptadagur Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins í München

Sjá allar fréttir