Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Viðburðir á Ítalíumarkaði

16. nóvember 2021

Íslandsstofa skipuleggur rafræna vinnustofu með ítölskum ferðaþjónustuaðilum og norrænan dag í Mílanó í nóvember, í samstarfi við Visit Denmark, Visit Finland og Visit Norway.

Markmið vinnustofunnar er að gefa fyrirtækjum í ferðaþjónustu tækifæri á að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við ítalska ferðaþjónustuaðila. Fer hún fram á rafrænu formi dagana 17. og 18. nóvember frá kl. 8.00-18.00.

Norræni dagurinn hefur það að markmiði að auka vitund um Ísland, Danmörku, Finnland og Noreg sem áfangastaði ferðamanna og viðhalda og styrkja tengslin við ítalska markaðinn. Um 50 ítölskum ferðaþjónustuaðilum og fjölmiðlum tengdum ferðaþjónustu er boðið á viðburðinn.

Norræni dagurinn fer fram 16. nóvember milli kl. 10.00-18.00 í the Westin Palace í Mílanó. 

Þátttökumöguleikar: 

1. Rafræn norræn vinnustofa (17. og 18. nóvember)

Kostnaður við þátttöku í vinnustofunni er 130€ á fyrirtæki. Innifalið í þátttökugjaldi er:  

- Aðgangur að fundabókunarkerfi.   
- Skráning í vinnustofubækling.  
- Upplýsingar um ítalska ferðaþjónustuaðila sem taka þátt í vinnustofu. 

Athugið að fundir eru bókaðir fyrirfram og eru 20 mín. langir með 10 mín. hléum á milli. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.  

2. Norrænn dagur í Mílanó ásamt rafrænni norrænni vinnustofu (16. -18. nóvember)

Kostnaður við þátttöku er 1.200€ á fyrirtæki. Innifalið í þátttökugjaldi er:  

- Sýnileiki og borð á viðburðinum.   
- Tækifæri til tengslamyndunar. 
- Þátttaka í rafrænu vinnustofunni.

Vegna gildandi sóttvarnarreglna á Ítalíu verður einungis hægt að bjóða þremur fyrirtækjum frá Íslandi þátttöku og getur hvert fyrirtæki sent einn starfsmann. Þar sem heildarfjöldi þátttakenda er takmarkaður er unnið út frá reglunni um að þeir sem skrá sig fyrst ganga fyrir. Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.  

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig hér að neðan fyrir 15. september nk. 

SKRÁ MIG NÚNA

Nánari upplýsingar veitir Karen Möller Sívertsen, karen@islandsstofa.is


Viðburðir á Ítalíumarkaði

Deila