Dagsetning:

19. september 2022

Staður:

Nuuk, Grænlandi

Vestnorden 2022 á Grænlandi

Ferðaþjónusta á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum kynnt

Ljósmynd

Vestnorden ferðakaupstefnan verður haldin í Nuuk á Grænlandi dagana 19.-22. september 2022. Á Vestnorden koma saman ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og kaupendur ferðaþjónustu, eða ferðaheildsalar, víðs vegar að úr heiminum. Þá koma einnig til kaupstefnunnar blaðamenn og boðsgestir. Í tengslum við Vestnorden gefst ferðaheildsölunum auk þess kostur á að fara í kynnisferðir til landanna þriggja. 

Vestnorden er haldin af Ferðamálasamtökum Norður-Atlantshafsins (NATA), sem er samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Vestnorden er haldin til skiptis af löndunum þremur, þar af annað hvert ár á Íslandi.

Vestnorden 2022

Sjá allar fréttir