7. apríl 2021

Vefkynning um þýska matvælamarkaðinn

Íslandsstofa býður upp á vefkynningu um þýska matvælamarkaðinn þriðjudaginn 13. apríl kl. 9.00.

Íslandsstofa býður upp á vefkynningu um þýska matvælamarkaðinn þriðjudaginn 13. apríl kl. 9.00. Viðburðurinn er ætlaður íslenskum fyrirtækjum á sviði matvæla og er skipulagður í samstarfi við sendiráð Íslands í Berlín.

Fundurinn verður haldinn á Zoom og fer fram á ensku. ATH: Fundinum hefur verið frestað til 21. apríl.

DAGSKRÁ

Velkomin
María Erla Marelsdóttir, sendiherra Íslands í Berlín. 

Þýski smásölu- og veitingahúsamarkaðurinn – fyrir, á meðan og eftir COVID-19
Max-Henrik Fabian, markaðsráðgjafi, IFH Köln. 

Íslenskt lambakjöt á þýska markaðinum
Ingmar Fritz Rauch, framkvæmdastjóri Gourmet Scouts og Wolfgang Bauer, framkvæmdastjóri frystra fisk- og kjötafurða Wydra International/RW-Warenhandels-GmbH.

Íslenskar vörur á þýska markaðinum
Ruth Bobrich, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Berlín.

Fundarstjóri er Björgvin Þór Björgvinsson fagstjóri hjá Íslandsstofu. Fundurinn fer fram á ensku.


Sjá allar fréttir