Dagsetning:

15. júní 2023

Tækifæri fyrir heilsutæknifyrirtæki í Kanada

15. júní kl. 9.30 á vefnum

Ljósmynd

Sendiráð Íslands í Kanada, Innovation Norway og Newfoundland and Labrador Health Services (áður Eastern Health) stendur fyrir kynningu á heilbrigðiskerfinu í Kanada með það markmið að hjálpa heilsutæknifyrirtækjum að ná árangri á þeim markaði. Kynninginn fer fram í gegnum netið 15. júní kl. 9:30 að íslenskum tíma og geta áhugasamir skráð sig hér fyrir neðan. 

  • Kynningu á kanadíska heilbrigðisumhverfinu

  • Kynningu á starfsemi Newfoundland and Labrodor Health Services

  • Hvernig er best að ná árangri í verkefni sem snýr að viðskiptarþróun og innkomu á markað fyrir heilsutækni. 

Kynnt verður verkefni sem miðar að því að koma norrænum og kanadískum fyrirtækjum á sviði heilsutækni inn á þessi markaðssvæði og tækifærin sem bjóðast, á vinnustofu sem haldin verður í október 2023 í St. Johns.

Nánari upplýsingar veita Per Unheim, viðskiptafulltrúi í Sendiráði Íslands í Ottawa, per.unheim@utn.is og Tinna Hrund Birgisdóttir, verkefnastjóri á sviði Hugvits og tækni hjá Íslandsstofu, tinna@islandsstofa.is

Skráning

Tækifæri fyrir heilsutæknifyrirtæki í Kanada

Sjá allar fréttir