20. nóvember 2020

Stafræn viðskiptaheimsókn til Eistlands á sviði rafrænnar stjórnsýslu

Íslandsstofa skipuleggur rafrænan viðburð í Eistlandi þar sem fjallað verður um stafræna stjórnsýslu (E-governance) með áherslu á heilsutengdar lausnir og hvernig þær hafa nýst á tímum COVID-19.

Íslandsstofa skipuleggur rafrænan viðburð í Eistlandi þar sem fjallað verður um stafræna stjórnsýslu (E-governance) með áherslu á heilsutengdar lausnir og hvernig þær hafa nýst á tímum COVID-19.

Viðburðurinn mun fara fram þann 25. nóvember nk. kl. 9-11 að íslenskum tíma og koma utanríkisráðuneyti og sendiráð beggja landa að skipulagi.

Dagskráin er fjölbreytt. Utanríkisráðherrar Íslands og Eistlands munu halda ávörp. Þá verður boðið upp á kynningar frá hvoru landi, en Andri Heiðar Kristinsson, forstjóri Digital Iceland verður þar með framsögu fyrir Íslands hönd. Því næst munu sex vaxtarfyrirtæki frá hvoru landi halda örkynningar. Að lokum gefst þátttökufyrirtækjunum í hvoru landi fyrir sig tækifæri til að funda með mögulegum viðskiptavinum.

Sex íslensk fyrirtæki taka þátt í viðburðinum og sjá fulltrúar þeirra sér mikinn hag í þátttöku. Þetta eru: Curron, Flow VR, Kara Connect, Payanalytics, Proency og Taktikal

Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í beinni útsendingu á meðfylgjandi slóð. Ekki er nauðsynlegt að skrá sig.


Sjá allar fréttir