Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Skráning á WTM í London í nóvember 2021

28. september 2021

Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni World Travel Market í London dagana 1.- 3. nóvember 2021. Að auki fer rafræni hluti sýningarinnar fram 8.- 9. nóvember og er hann innifalinn í þátttökugjaldi. World Travel Market er haldin árlega og er stærsti viðburður í heimi fyrir fagaðila í ferðaþjónustu (B2B).

Á sýningunni býðst íslenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskipta­samböndum. Íslandsstofa skipuleggur sýningarsvæði á staðnum undir merkjum Visit Iceland. Kostnaður við þátttöku er að hámarki 900 þúsund kr. á fyrirtæki, en aðeins verður farið á sýninguna ef að lágmarki átta fyrirtæki skrá sig.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir um að fylla út meðfylgjandi skráningarform fyrir 27. september 2021.

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is eða í síma 697 3937.

Sjá einnig vefsíðu WTM


Skráning á WTM í London í nóvember 2021

Deila