Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa

Sjávarútvegssýningarnar í Boston

13. mars 2022

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja á þátttöku í sjávarútvegssýningunum Seafood Expo North America og Seafood Processing North America sem fara fram í Boston dagana 13. – 15. mars 2022. Sjávarútvegssýninginarnar eru stærstu sinnar tegundar í Norður-Ameríku og verður þetta í 40. sinn sem þær eru haldnar.  

Að venju mun Íslandsstofa halda utan um sýningarsvæði undir hatti Íslands, ásamt viðskiptafulltrúa Íslands í Norður-Ameríku. Annars vegar er verið að kynna ferskar og frosnar sjávarafurðir og hins vegar tækni, lausnir og þjónustu fyrir sjávarútveg. Þar geta fyrirtæki leigt sér fundaraðstöðu með það að markmiði að koma á viðskiptasamböndum og auka sölu til Bandaríkjanna og Kanada. Á síðustu sýningu komu yfir 22.000 gestir, þar af um 80% frá Norður-Ameríku. Sjá nánari upplýsingar á vef sýningarinnar

Áhugasamir um þátttöku eða sem vilja frekari upplýsingar, eru beðnir að hafa sambandi við
Berglindi Steindórsdóttur, berglind@islandsstofa.is s. 511 4000 eða
Nikulás Hannigan, nikulas.hannigan@utn.is s. +1 917 242 6520


Sjávarútvegssýningarnar í Boston

Deila