Dagsetning:
24. ágúst 2022
Staður:
Japan
Sjávarútvegssýning í Japan
Japan International Seafood and Technology Expo 2022

Sjávarafurða- og tæknisýningin Japan International Seafood and Technology Expo 2022 fer fram í Tókýó dagana 24.- 26. ágúst 2022. Íslandsstofa mun halda utan um íslenskan þjóðarbás á staðnum, í samstarfi við sendiráð Íslands í Japan.
Á sýningunni býðst framleiðendum og útflytjendum sjávarafurða, auk fyrirtækja í sjávarafurðatengdri tækni og þjónustu, að leigja sér fundaraðstöðu með það að markmiði að koma á viðskiptasamböndum og auka sölu í Japan og Asíu.
Þátttökukostnaður er 500.000 kr. á fyrirtæki. Innifalið í verði er:
Aðstaða á bás
Skráning í sýningarskrá
QR kóði á bás sem vísar í upplýsingar um fyrirtækin
Aðgöngupassi á sýninguna
Listi yfir mögulega kaupendur sem heimsækja básinn
Markpóstur sendur fyrir og eftir sýningu til sjávarútvegsfyrirtækja í Japan.
Nánari upplýsingar veita Berglind Steindórsdóttir, berglind@islandsstofa.is, s. 511 4000 eða Halldór Elís Ólafsson, heo@mfa.is