Dagsetning:

17. janúar 2024

Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu

Með áherslu á sjálfbærni áfangastaðarins

Ljósmynd

Hvenær: 17. janúar kl. 9:30-12:00
Húsið opnar 9:30 með kaffiveitingum, dagskrá hefst kl. 10:00
Hvar: Gróska, Bjargargata 1, stóri salur
Framkvæmdaaðili: Íslandsstofa og Íslenski ferðaklasinn

Íslenski ferðaklasinn og Íslandsstofa hafa umsjón með degi Ábyrgrar ferðaþjónustu sem að þessu sinni verður með sérstaka áherslu á sjálfbærnisögur áfangastaðarins. Á þessum degi lítum við um öxl og skoðum hvað fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa verð að gera til að ná enn lengra fram á veginn í sjálfbærni ferðalaginu. Forseti Íslands er verndari sérstakra hvatningaverðlauna sem veitt verða. Dómnefnd mun velja fyrirtæki sem þykja skara fram úr þegar kemur að því að tengja við sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, fjögur megin markmið ábyrgrar ferðaþjónustu, hringrásarhagkerfið og innleiðingu nærandi ferðaþjónustu í rekstri sínum. Við munum fagna saman sigrum og fá innblástur af enn öflugri vegferð í átt að sjálfbærni og nærandi ferðaþjónustu.

Dagskrá:

 • Forseti Íslands afhendir hvatningaverðlaun ársins
  – Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands

 • Ný Markaðsstofa verður til – Byggð á grunni sjálfbærni 
  – Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins

 • Sjálfbærnisaga áfangastaðarins Íslands 
  – Lína Petra Þórarinsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu

 • Hvað svo? Hvernig glæðum við sögurnar lífi 
  – Auður Ösp Ólafsdóttir, sérfræðingur í upplifun viðskiptavina

 • Bláa Lónið kynnir sína sögu 
  – Fannar Jónsson, gæðastjóri Bláa Lónsins

 • Ár nærandi ferðaþjónustu 
  – Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska Ferðaklasans

  Fundarstjóri er Hildur Björg Bæringsdóttir, viðskiptastjóri hjá Íslandsstofu

SKRÁNING HÉR

Þessi viðburður er hluti af Ferðaþjónustuviku 2024, nánari upplýsingar hér.

Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu í Grósku

Sjá allar fréttir