Dagsetning:
14. september 2022
Sendinefnd á TechBBQ í Kaupmannahöfn
Tækifæri fyrir frumkvöðla

Íslandsstofa skipuleggur í samstarfi við sendiráð Íslands í Danmörku sendinefnd á ráðstefnuna TECHBBQ sem fer fram dagana 14. og 15. september í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan hefur undanfarin ár verið góður vettvangur til þess að komast í samband við fjárfesta, aðra frumkvöðla, fjölmiðla og áhugaverða samstarfsaðila.
Hvað er í boði?
Íslandsstofa býður startup miða á TECHBBQ á afar sprotavænum kjörum eða 5000 kr., allt að tvo miða á fyrirtæki. Sendiráð Íslands mun bjóða í fjárfestamóttöku, í samstarfi við Íslandsstofu. Einnig er í skoðun að vera með bás þar sem fyrirtækin geta tekið fyrirframbókaða fundi. Básinn yrði niðurgreiddur af Íslandsstofu en það er liður í að styðja við vöxt íslenskra sprotafyrirtækja. Þátttökugjald í bás er aðeins 10.000 kr.
Skráning fer fram hér að neðan og lýkur 8. september 2022.
Lesa má allt um TECHBBQ hér: The Startup Event of The Nordics - TechBBQ