Dagsetning:

29. nóvember 2023

Sendinefnd á Slush í Helsinki

Tækifæri fyrir frumkvöðla

Ljósmynd

Íslandsstofa í samstarfi við Sendiráð Íslands í Finnlandi stendur fyrir sendinefnd á SLUSH í Helsinki.

Áhugasöm fyrirtæki, fjárfestar og fólk úr stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi er hvatt til að slást með í för.

Líkt og síðustu ár verður gerð upplýsingasíða um þátttakendur sem notuð er fyrir fjölmiðla og samfélagsmiðlateymi Íslandsstofu, auk þess sem henni er miðlað til fjárfesta sem sækja ráðstefnuna.

Athygli er vakin á því að takmarkaður fjöldi miða er í boði og því borgar sig að bregðast við sem fyrst. Þau sem kaupa sér miða eftir öðrum leiðum geta samt sem áður skráð sig í sendinefndina og tryggt að fyrirtæki sitt verði sýnilegt í kynningarefni Íslandsstofu.

Skráning í sendinefndina fer fram hér að neðan og lýkur 9. október.

Nánari upplýsingar veitir Jarþrúður Ásmundsdóttir jarthrudur@islandsstofa.is

Slush í Helsinki 2023

Sendinefnd á Slush í Helsinki

Sjá allar fréttir