Loading…

Sendiherra Íslands í Kína til viðtals

19. ágúst 2020

Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra Íslands í Peking, verður til viðtals miðvikudaginn 19. ágúst um viðskiptamál, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál þar sem sendiherrann getur orðið að liði. 

Auk Kína eru Kambódía, Laos, Mongólía, Norður-Kórea, Suður-Kórea, Taíland og Víetnam í umdæmi sendiráðsins.

Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 7. hæð. Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður Davíðsdóttir (adalheidur@islandsstofa.is).

BÓKA VIÐTAL


Sendiherra Íslands í Kína til viðtals

Deila